Domagoj Duvnjak
Domagoj Duvnjak
Króatar mæta Dönum í undanúrslitum Evrópukeppninnar annað kvöld en það kemur í hlut Pólverja að mæta Íslendingum í leiknum um 5. sætið í Herning á morgun.

Króatar mæta Dönum í undanúrslitum Evrópukeppninnar annað kvöld en það kemur í hlut Pólverja að mæta Íslendingum í leiknum um 5. sætið í Herning á morgun. Króatar lögðu Pólverja í hreinum úrslitaleik um annað sætið í milliriðli tvö í Árósum í gærkvöld, 31:28, og með því tryggðu þeir sér jafnframt sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Katar á næsta ári.

Domagoj Duvnjak, Zlatko Horvat og Manuel Strlek skoruðu 6 mörk hver fyrir Króatana en Michal Jurecki var atkvæðamestur Pólverja með 6 mörk og Krzysztof Lijewski skoraði 5 mörk.

Frakkar töpuðu sínum fyrstu stigum á mótinu þegar þeir lágu fyrir Svíum, 28:30. Það breytti þó engu, Frakkar höfðu þegar tryggt sér sigur í riðlinum og Svíar gátu ekki komist ofar en í fjórða sæti hans. Lukas Karlsson og Johan Jakobsson gerðu 6 mörk hvor fyrir Svía en Guillaume Joli 4 mörk fyrir Frakka. vs@mbl.is