Jörðin Ótal eðlisfræðispurningum er svarað á síðunni á hverjum þriðjudegi.
Jörðin Ótal eðlisfræðispurningum er svarað á síðunni á hverjum þriðjudegi.
Þessari áhugaverðu vefsíðu er haldið úti af ungum eðlisfræðingi sem vann hjá NASA við að búa til róbóta. Á hverjum þriðjudegi birtast á síðunni svör við ýmiss konar spurningum um eðlisfræði og hann kemur með áhugaverða hlið á þeim.

Þessari áhugaverðu vefsíðu er haldið úti af ungum eðlisfræðingi sem vann hjá NASA við að búa til róbóta. Á hverjum þriðjudegi birtast á síðunni svör við ýmiss konar spurningum um eðlisfræði og hann kemur með áhugaverða hlið á þeim.

Í þessari viku er spurt hvað myndi gerast ef öllum heimsins veirum væri safnað saman á einn stað. Hversu mikið pláss tækju þær og hvernig myndu þær líta út.

Þessu leitast eðlisfræðingurinn við að svara og máli sínu til stuðnings og skýringa notast hann við einfaldar teikningar.

Lesendur geta sent inn spurningar gegnum vefinn og vafrað um og lesið eldri svör. Í síðustu viku var þeirri áhugaverðu spurningu varpað fram um hvað myndi gerast ef allir jarðarbúar myndu hoppa á sama augnabliki.