Quentin Tarantino
Quentin Tarantino
Bandaríski leikstjórin Quentin Tarantino kveðst vera hættur við að leikstýra vestra með vinnuheitinu The Hateful Eight , eftir að handritinu hafði verið lekið.

Bandaríski leikstjórin Quentin Tarantino kveðst vera hættur við að leikstýra vestra með vinnuheitinu The Hateful Eight , eftir að handritinu hafði verið lekið. Hann lét þrjá leikara hafa eintak, Michael Madsen, Bruce Dern og Tim Roth, veit að Roth er saklaus en grunar helst Dern.

Í samtali við vefmiðilinn Deadline segist Tarantino æfur verða að blása myndina af, eftir að handritið lak út og komst í umferð.

Þess í stað ætlar hann að gefa handritið formlega út á bók og sjá svo til eftir svona fimm ár, hvort hann geri eftir því mynd.