— AFP
Afganskur grænmetissali beið í rólegheitum eftir viðskiptavinum í vegarkantinum í útjaðri Jalalabad, í Nangarhar-héraði í Afganistan í fyrradag. Viðskiptin virðast hafa farið rólega af stað.

Afganskur grænmetissali beið í rólegheitum eftir viðskiptavinum í vegarkantinum í útjaðri Jalalabad, í Nangarhar-héraði í Afganistan í fyrradag. Viðskiptin virðast hafa farið rólega af stað.

Um langa hríð hefur þorri afgönsku þjóðarinnar mátt búa við kröpp kjör, að ekki sé meira sagt.

Í þessu stríðshrjáða landi búa um níu milljónir Afgana, eða 36% þjóðarinnar við „algjöra fátækt“ og önnur 37% þjóðarinnar skrimta rétt fyrir ofan fátæktarmörk, samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Af þessum tölum úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna, má ráða að einungis fjórðungur þjóðarinnar búi við það sem kallast mannsæmandi kjör.