Beðið í Lundúnum á leið til Parísar.
Beðið í Lundúnum á leið til Parísar.
Tekjur Eurotunnel, sem annast rekstur á göngunum undir Ermarsund, fóru í fyrsta skipti yfir einn milljarð evra á síðasta ári.

Tekjur Eurotunnel, sem annast rekstur á göngunum undir Ermarsund, fóru í fyrsta skipti yfir einn milljarð evra á síðasta ári. Er það 10% aukning milli ára en í fyrra voru tekjurnar 1,09 milljarðar evra, sem jafngildir liðlega 170 milljörðum íslenskra króna.

Helsta skýringin á aukningunni er flutningar á fragt um göngin en tekjur Europorte jukust um 13,8%. Eins jukust tekjur vegna hraðlesta um göngin um 1,3%.