Fundað Hugmyndirnar voru ræddar í hópum á íbúafundi.
Fundað Hugmyndirnar voru ræddar í hópum á íbúafundi.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri telur að niðurstöður íbúaþingsins muni nýtast vel við undirbúning að vinnu við skipulag svæðisins. Um 160 íbúar sóttu þingið. Þátttakendum var skipt niður í tíu vinnuhópa sem skiluðu niðurstöðum.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri telur að niðurstöður íbúaþingsins muni nýtast vel við undirbúning að vinnu við skipulag svæðisins. Um 160 íbúar sóttu þingið. Þátttakendum var skipt niður í tíu vinnuhópa sem skiluðu niðurstöðum.

„Mér fannst vera samhljómur með niðurstöðum hópanna. Hann er að við flýtum okkur hægt, vöndum vinnuna og skoðum notagildi þeirra mannvirkja sem fyrir eru,“ segir Regína.

Hún bætir því við að einhverjir af þeim sem komið hafi á fundinn með ákveðnar skoðanir um að öll mannvirki yrðu að víkja svo hægt yrði að skipuleggja frá grunni hafi séð möguleika á að kannski yrði hægt að nýta eitthvað af verksmiðjunni.

Hún segir að áfram verði unnið í samstarfi við íbúana. Sett verður upp sérstakt svæði á vefnum um Sementsreitinn. Þar verða birtar hugmyndir um nýtingu svæðisins og íbúar munu geta sent inn hugmyndir og fyrirspurnir. Þá segir Regína að reynt verði að virkja fleiri til samstarfs, til dæmis skólana á Akranesi og háskólana á Vesturlandi.