[mynd af uppsjávarskipi við veiðar]
[mynd af uppsjávarskipi við veiðar]
Síðasta ríkisstjórn lagðist í herleiðangra gegn mörgu sem gott er. Eitt af því er íslenskur sjávarútvegur en vinstri stjórnin hafði að sérstöku markmiði að koma honum á kné.

Síðasta ríkisstjórn lagðist í herleiðangra gegn mörgu sem gott er. Eitt af því er íslenskur sjávarútvegur en vinstri stjórnin hafði að sérstöku markmiði að koma honum á kné.

Skilvirkt og skynsamlegt fiskveiðistjórnarkerfi, sem verið hefur fyrirmynd annarra þjóða og fært íslenska sjávarútveginn í fremstu röð, skyldi eyðilagt og sjávarútvegurinn nánast þjóðnýttur í gegnum ofurskattheimtu sem á sér engan líka.

Útgerðin neyddist til að kippa að sér höndum í fjárfestingum vegna þessara fjandsamlegu aðgerða og neikvæðar afleiðingar stefnunnar hafa komið fram víða.

Meintar röksemdir fyrir ofurskattheimtunni voru þær að góð afkoma sjávarútvegsins réttlætti að á hann yrðu lagðar sligandi byrðar. Þá horfðu formælendur ofurskattheimtunnar framhjá ýmsu, meðal annars því að í sjávarútvegi skiptast á skin og skúrir. Nú er til að mynda komið fram að mikil verðlækkun hefur að undanförnu orðið á afurðum í uppsjávarveiðinni svo nemur tugum prósenta.

Deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda upplýsir hér í blaðinu í gær að 75% af framlegð veiðanna fari nú í veiðigjöld, sem hafi tvöfaldast á milli ára. Hjá Síldarvinnslunni er staðan þannig að framlegð kolmunnaveiðanna mun ekki standa undir veiðigjöldunum.

Þetta er vitaskuld ástand sem engin stjórnvöld geta látið viðgangast.