Sigurður segir að það sé eins og samfélagið sé farið að samþykkja ákveðna fíkniefnaneyslu, eins og að reykja kannabisefni. „Krakkarnir koma hingað og segja kannski: „Vinkona mín, hún er edrú.“ Og ég spyr hvort hún drekki ekki.

Sigurður segir að það sé eins og samfélagið sé farið að samþykkja ákveðna fíkniefnaneyslu, eins og að reykja kannabisefni. „Krakkarnir koma hingað og segja kannski: „Vinkona mín, hún er edrú.“

Og ég spyr hvort hún drekki ekki. „Jú, jú, hún drekkur og reykir gras.“

Og þetta flokkast undir að vera edrú! Þetta hefur verið að breytast,“ segir hann.

„Við tökumst á við eftirköstin af grasreykingunum; kvíða, og ótta við allt. Þau þora ekki í skóla. Lenda rosalega oft inni á geðdeild. Þau sjá djöfla og púka og þá er veröldin öll í steik.“

Eftir hrun hafi neyslan breyst, m.a. þannig að meira beri á lyfseðilsskyldum lyfjum sem auðvelt sé að nálgast.