Umferð Á annasömum degi.
Umferð Á annasömum degi. — Morgunblaðið/Ómar
Nýskráningar nýrra fólksbifreiða voru 259 á tímabilinu frá 1. til 20. þessa mánaðar og því nákvæmlega jafnmargar og sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt starfsmanna Umferðarstofu sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins.

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða voru 259 á tímabilinu frá 1. til 20. þessa mánaðar og því nákvæmlega jafnmargar og sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í samantekt starfsmanna Umferðarstofu sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins.

Sú breyting hefur orðið í bílasölu á milli ára að í byrjun þessa árs fór BL að bjóða vaxtalaus bílalán. Í kjölfarið buðu Brimborg og Toyota á Íslandi sambærileg vaxtakjör. Þá má nefna að gengi krónu er nú talsvert sterkara en í fyrra. Evran kostaði 171 krónu 22. janúar 2013 en tæpar 157 kr. í gær. Ætti það að koma fram í lægra innkaupsverði og þar með söluverði á nýjum tegundum, líkt og dæmi eru um, t.d. hjá Bílabúð Benna. baldura@mbl.is