Stuðlavirki Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tekur endurbætt tengivirki formlega í notkun.
Stuðlavirki Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tekur endurbætt tengivirki formlega í notkun.
Nýtt tengivirki Landsnets á Stuðlum í Reyðarfirði var tekið í notkun í gær. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Þessar framkvæmdir eru fyrsti áfanginn í aðgerðaáætlun Landsnets til að auka getu raforkukerfisins á Austurlandi.

Nýtt tengivirki Landsnets á Stuðlum í Reyðarfirði var tekið í notkun í gær. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Þessar framkvæmdir eru fyrsti áfanginn í aðgerðaáætlun Landsnets til að auka getu raforkukerfisins á Austurlandi. Þarna er verið að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku hjá fiskimjölsverksmiðjum eystra, þar sem olíukötlum hefur verið skipt út fyrir rafskautakatla.

Á Stuðlum var fyrir 66 kV útitengivirki og þar fer einnig fram afhending á raforku til Rarik, sem er dreifingarfyrirtæki orku eystra. Nú hefur verið bætt við 132 kV útitengivirki á sömu lóð ásamt tveimur 132/66 kV aflspennum.

Stuðlalína 1 er 132 kV jarðstrengur sem liggur frá tengivirki Landsnets á Hryggstekk í Skriðdal að tengivirkinu á Stuðlum. Strengurinn var tekinn í notkun árið 2005 og er nú 132 kV spennu.