Fræðsla Sérkenni garðsins eru mörg.
Fræðsla Sérkenni garðsins eru mörg. — Morgunblaðið/Billi
Í dag klukkan 16 verður gengið um Hólavallakirkjugarð með leiðsögn sem fróðir annast. Mæting er við inngang Þjóðminjasafnsins og þaðan verður gengið yfir í garðinn.

Í dag klukkan 16 verður gengið um Hólavallakirkjugarð með leiðsögn sem fróðir annast. Mæting er við inngang Þjóðminjasafnsins og þaðan verður gengið yfir í garðinn. Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson velta því fyrir sér upphátt með öðrum í göngunni hvað verði um Hólavallagarð, þennan gamla garð við Suðurgötuna í Reykjavík. Um þessar mundir eru einmitt 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í garðinum.

Sjónum verður beint að sérstöðu garðsins og einkennum í fortíð, nútíð og framtíð ásamt því að setja hann í vítt og breitt menningarsögulegt samhengi.

Allir eru velkomnir í gönguna um garðinn og þátttaka er ókeypis.