Spenna Arnaldur á lesendur víða.
Spenna Arnaldur á lesendur víða.
Breska dagblaðið The Guardian birti lista yfir tíu þýddar spennusögur sem rithöfundurinn Ann Cleeves mælir sérstaklega með. Hún kemur víða við í valinu en velur að sleppa skandinavískum bókum.

Breska dagblaðið The Guardian birti lista yfir tíu þýddar spennusögur sem rithöfundurinn Ann Cleeves mælir sérstaklega með. Hún kemur víða við í valinu en velur að sleppa skandinavískum bókum. Röddin eftir Arnald Indriðason kemst þó á listann og það er ekkert svindl, eins og Cleeves tekur fram, því Ísland teljist ekki til Skandinavíu – þótt Norðurlandabúar skilgreini þennan heimshluta á annan hátt.

Cleeves segir Arnald skrifa glæpasögur sem eru „álíka svalar og landslagið þar sem þær gerast.“ Hún lýsir efni sögunnar, þar sem maður hefur verið stunginn skömmu fyrir jólin á hóteli þar sem hann starfar, og segir andstæðurnar milli lífs starfsmannanna og jólaboðanna sem þar eru haldin endurspegla andstæðurnar í samfélaginu í heild.

Hún mælir meðal annars með sögum eftir Georges Simenon, Fred Vargas, Tonino Benacquista, Dominigo Villar og Deon Meyer.