Rennsli Um 50 Skaftárhlaup hafa orðið síðustu 60 ár. Mynd úr safni.
Rennsli Um 50 Skaftárhlaup hafa orðið síðustu 60 ár. Mynd úr safni. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Starfsmenn Veðurstofunnar staðfestu í gær að Skaftárhlaupið um síðustu helgi kom úr vestari Skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þá sáu þeir að Eystri-Skaftárketillinn er fullur af vatni og löngu kominn tími á að hlaup verði úr honum.

Starfsmenn Veðurstofunnar staðfestu í gær að Skaftárhlaupið um síðustu helgi kom úr vestari Skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þá sáu þeir að Eystri-Skaftárketillinn er fullur af vatni og löngu kominn tími á að hlaup verði úr honum.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði hjá raunvísindastofnun HÍ, er óvenjulangt um liðið frá síðasta hlaupi úr eystri sigkatlinum. Það varð í júní 2010. Hléið sé jafnlangt því lengsta sem komið hafi undanfarin fjörutíu ár.

Yrði stærra hlaup

„Það getur ekki verið langt í að hann hlaupi. Það eru kannski auknar líkur á að hann hlaupi beint í kjölfarið af þessu hlaupi en annars hlýtur hann að koma á næstu mánuðum,“ segir hann. Þá væri um að ræða talsvert stærra hlaup en það sem hófst á dögunum og er nú í rénun. Atburðirnir nú eru eftirtektarverðir en ekki stóratburðir að sögn Magnúsar Tuma.

„Það er ekki þess að vænta að venjulegt Skaftárhlaup, þó stórt sé, valdi einhverjum stórkostlegum truflunum. Sé fylgst þokkalega með þessu og það umgengist af hæfilegri virðingu á enginn að vera í hættu.“

Ofmetið rennsli
» Veðurstofumenn telja að rennsli Skaftár við Sveinstind sé líklega ofmetið vegna íss í árfarveginum. Hlaupið muni sjatna áfram á næstu dögum.
» Þeir greina engin sjáanleg merki um að hlaup sé að hefjast úr eystri katlinum.