— Morgunblaðið/Kristinn
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er upptekinn þessa dagana. Hann leikur fyrsta píanókonsert Brahms með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu í kvöld og annað kvöld og í næstu viku kemur hann fram með hinum heimsþekkta Philip Glass í Hörpu og Gautaborg.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er upptekinn þessa dagana. Hann leikur fyrsta píanókonsert Brahms með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu í kvöld og annað kvöld og í næstu viku kemur hann fram með hinum heimsþekkta Philip Glass í Hörpu og Gautaborg. Víkingur leikur á þeim tónleikum sex af 20 etýðum tónskáldsins á móti Glass og Maki Namekawa sem leika sjö etýður hvort fyrir sig.

Þá hefur hann undanfarna mánuði verið að æfa mörg þekktustu píanóverk Johanns Sebastians Bach. „Já, ég hef verið að læra allar stóru hljómborðssvíturnar og Goldberg-tilbrigðin eftir Bach,“ segir hann og hyggst leika tilbrigðin, sem eru í uppáhaldi hjá mörgum tónlistarunnendum, bæði hér á landi og erlendis. Þá muni tónleikagestir fá að heyra svíturnar smám saman.