Úr miðbæ Reykjavíkur.
Úr miðbæ Reykjavíkur.
Atvinnuleysi í desember var 4,4%, borið saman við 5,5% atvinnuleysi í desember 2012 og 5,9% atvinnuleysi í sama mánuði ársins 2011. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var áætluð 80,9% í desember sl.

Atvinnuleysi í desember var 4,4%, borið saman við 5,5% atvinnuleysi í desember 2012 og 5,9% atvinnuleysi í sama mánuði ársins 2011.

Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var áætluð 80,9% í desember sl., 80,1% árið áður og 79,4% í desember 2011. Þá er áætlað að 8.200 hafi verið án vinnu í síðasta mánuði, samanborið við 9.900 árið áður og 10.500 í desember 2011.

Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysið því meira en Vinnumálastofnun áætlar. Skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun í desember 2013 var 4,2%, en að meðaltali voru 6.829 atvinnulausir í mánuðinum, samkvæmt skránni.

baldura@mbl.is