Þorbjörn Jensson
Þorbjörn Jensson
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar sagði nokkurn hluta hópsins þar koma úr unglingadeildum grunnskólanna. „Oft er það hópur sem hatar skólann. Sum hafa lent í einelti og sum eru tölvufíklar.

Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar sagði nokkurn hluta hópsins þar koma úr unglingadeildum grunnskólanna. „Oft er það hópur sem hatar skólann. Sum hafa lent í einelti og sum eru tölvufíklar. Þetta eru krakkar sem eru pínulítið á hliðarlínunni.“

Hann sagði að um 70% þeirra sem sækja Fjölsmiðjuna væru yngri en 18 ára, flest hefðu þau horfið frá námi. Yfirleitt eru þau í 18-24 mánuði í Fjölsmiðjunni.

„Við bjóðum upp á hlutanám, þau geta t.d. farið í einstök fög í framhaldsskólum, þau eru þá að hluta í skóla og koma síðan í vinnu í Fjölsmiðjunni,“ sagði Þorbjörn.