Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Keppendur frá 21 landi taka þátt í alþjóðlega badmintonmótinu Iceland International sem hefst í TBR-húsunum í dag og stendur yfir til sunnudags. Af 110 keppendum á mótinu eru 72 erlendir og koma frá Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.

Keppendur frá 21 landi taka þátt í alþjóðlega badmintonmótinu Iceland International sem hefst í TBR-húsunum í dag og stendur yfir til sunnudags. Af 110 keppendum á mótinu eru 72 erlendir og koma frá Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.

Mótið er nú haldið í 17. skipti og það er hluti af mótaröð Badmintonsambands Evrópu þannig að það gefur stig á heimslista.

Fremst í flokki á mótinu eru Maxime Moreels frá Belgíu sem er númer 107 á heimslista karla og Zuzana Pavelkova frá Tékklandi sem er númer 98 á heimslista kvenna. Af Íslendingunum er Kári Gunnarsson fremstur, raðað sem sjöunda sterkasta keppandanum í einliðaleik karla, en hann er sá eini af Íslendingunum sem ekki þarf að fara í forkeppnina. vs@mbl.is