Kristín Reynisdóttir
Kristín Reynisdóttir
Kristín Reynisdóttir opnar í dag 17. einkasýningu sína, sem nefnist Víddir, í Týsgalleríi að Týsgötu 3. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarhaldara fjallar sýningin Víddir um tabú og manngerða múra bæði huglæga og efnislega.

Kristín Reynisdóttir opnar í dag 17. einkasýningu sína, sem nefnist Víddir, í Týsgalleríi að Týsgötu 3. Samkvæmt upplýsingum frá sýningarhaldara fjallar sýningin Víddir um tabú og manngerða múra bæði huglæga og efnislega. Sýningin er byggð á viðtölum sem Kristín átti við einstaklinga sem bjuggu í Austur-Berlín fyrir fall múrsins, en viðtölin voru tekin sumarið 2013. Verkin á sýningunni eru „abstrakt portrett unnin út frá frásögnum og lýsingum þessa fólks af lífi og reynslu þess af því að búa innan múrsins, og síðan upplifun þess af hruni múrsins. Líkamlegar og andlegar víddir eru skoðaðar, fallið og lífið í dag, hvernig við samsömum okkur með umbreytingum pólitískum og fjárhagslegum,“ segir í tilkynningu.

Kristín útskrifaðist úr MHÍ1987 og var í framhaldsnámi í Düsseldorf.