Spennumynd Sagan í Of Good Report, þróast á ógnvekjandi hátt.
Spennumynd Sagan í Of Good Report, þróast á ógnvekjandi hátt.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Suður-afríska kvikmyndin Of Good Report verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Leikstjóri myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka, verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum úr sal.

Suður-afríska kvikmyndin Of Good Report verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Leikstjóri myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka, verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum úr sal. Kvikmyndin var framleidd með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en eftirvinnslan fór fram hér á landi.

Of Good Report fjallar um hæglátan kennara í sveitaþorpi sem hefur ólöglegt ástarsamband við nemanda sinn, með hörmulegum afleiðingum. Myndin hefur vakið umtalsverða athygli víða og fengið góða dóma. Hún var til að mynda valin besta myndin á Africa International Film Festival í Nígeríu og hefur verið sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum undanfarið.

Það vakti mikla athygli að lögbann var sett á sýningu myndarinnar í þann mund sem frumsýningin átti að hefjast á kvikmyndahátíð í Suður-Afríku..

Hjónin Þórður Bragi Jónsson og Heather Millard hjá Compass Films eru einnig framleiðendur myndarinnar. Þau eru búsett hér og og vinna að framleiðsluverkefnum leikinna mynda og heimildakvikmynda hér og þar ytra. Þórður segir lögbannið hafa vakið mikið umtal. Efni myndarinnar sé viðkvæmt, sambönd kennara og nemenda eru ekki óalgeng í Suður-Afríku og því var myndin kærð. En banninu var hnekkt, enda sagan skáldskapur og leikarar allir fullorðnir, og myndin sýnd áður en hátíðinni lauk. „Efnið olli þessu, þetta var of nærri raunveruleikanum að mati sumra. Nemandinn er 16 ára í myndinni en leikkonan er 21 árs. Þetta er fyrsta myndin sem er bönnuð í landinu síðan aðskilnaðarstefnunni lauk,“ segir Þórður Bragi. efi@mbl.is