Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að stjórn fyrirtækisins muni líklega flýta stjórnarfundi til að hægt sé að taka afstöðu til erindis ASÍ vegna gjaldskrárhækkana fyrirtækisins. Að meðaltali hækki gjaldskrár fyrirtækisins um 3,8%.

Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að stjórn fyrirtækisins muni líklega flýta stjórnarfundi til að hægt sé að taka afstöðu til erindis ASÍ vegna gjaldskrárhækkana fyrirtækisins.

Að meðaltali hækki gjaldskrár fyrirtækisins um 3,8%.

„Þetta fyrirtæki mun ekki skorast undan því að fjalla af fullri alvöru um svona erindi. Fyrirtækið hefur líka ákveðna ábyrgð í sínum eigin rekstri. Það þarf að vega þetta og meta,“ segir Hjálmar.

Sorpa hefur hækkað suma gjaldflokka um 1,04% og segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, stjórnarformaður Sorpu, að á næsta stjórnarfundi verði rætt hvort afturkalla eigi hækkunina.

Annað hvert fyrirtæki á svörtum lista ASÍ er hjá hinu opinbera. 6