Ofanleiti Nýjar höfuðstöðvar.
Ofanleiti Nýjar höfuðstöðvar.
Verkfræðistofan Verkís hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Ofanleiti 2 sem er í eigu fasteignafélagsins Regins. Húsið er um 8.000 fermetrar í tveimur álmum á fimm hæðum og hýsti áður Háskólann í Reykjavík.

Verkfræðistofan Verkís hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Ofanleiti 2 sem er í eigu fasteignafélagsins Regins. Húsið er um 8.000 fermetrar í tveimur álmum á fimm hæðum og hýsti áður Háskólann í Reykjavík. Verkís hefur nú fengið um 70% af húsnæðinu í Ofanleiti afhent en Orkusvið Verkís verður áfram til húsa á Suðurlandsbraut 4 þar til Verkís fær allt húsið til notkunar.

Verkís er elsta verkfræðistofa landsins með starfsstöðvar á sjö stöðum á Íslandi, í Noregi, Grænlandi og Póllandi. Í dag starfa um 340 manns hjá fyrirtækinu og hafa um 210 þeirra nú flutt í Ofanleitið.

„Flutningarnir eru tímamót í sögu fyrirtækisins og stór áfangi á þeirri leið að koma allri starfsemi verkfræðistofunnar undir eitt þak á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu.