Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar í Danmörku eftir að hann skoraði 10 mörk í leiknum gegn Dönum í Herning í gærkvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar í Danmörku eftir að hann skoraði 10 mörk í leiknum gegn Dönum í Herning í gærkvöld.

Guðjón hefur nú skorað 44 mörk í sex leikjum Íslands á mótinu og fór framúr Kiril Lazarov sem kom ekkert við sögu hjá Makedóníu gegn Spáni í gær vegna meiðsla og lauk þar með keppni með 38 mörk. Guðjón Valur á mjög góða möguleika á að enda sem markakóngur keppninnar en hann á eftir leikinn gegn Pólverjum á morgun.

Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi er þriðji á markalistanum með 34 mörk en Hvít-Rússar hafa lokið keppni. Það er því aðeins Joen Canellas frá Spáni sem á raunhæfa möguleika á að halda í við Guðjón Val. Hann er með 32 mörk og á eftir að spila bæði í undanúrslitum á morgun og um verðlaunasæti á sunnudaginn. Víctor Tomás er með 29 mörk fyrir Spán, Mikkel Hansen er með 28 mörk fyrir Dani og Ásgeir Örn Hallgrímsson kemur svo næstur með 27 mörk fyrir Ísland. vs@mbl.is