Í dag, fimmtudag, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Drátturinn fer fram í húsnæði Stangveiðifélags Reykjavíkur á Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega kl. 17.30.
Í dag, fimmtudag, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Drátturinn fer fram í húsnæði Stangveiðifélags Reykjavíkur á Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega kl. 17.30. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram, segir í frétt frá félaginu. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir eru hátt í eitt þúsund. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í. Flestir sóttu um að veiða fyrir hádegi í vikunni 12.-18. júlí.