Þórdís Oddsdóttir fæddist 22. október 1924. Hún lést 19. desember 2013 og var jarðsungin 4. janúar 2014.

Fimmtudagurinn 19. desember, jólin voru að koma og þá fór amma, ég hafði sunnudaginn áður farið í heimsókn til hennar og er mjög sáttur við að hafa gert það, það var í síðasta sinnið sem ég hitti hana.

Einhverju sinni eftir það rakst ég á þetta ljóð og varð strax hugsað til þess hvað það ætti vel við ömmu mína sem nú er laus við við veikindin og hefur hitt afa á himnum.

Nú fagna þeir englarnir aðrir

þeim engli sem burt héðan fór

á jólum er fannhvítar fjaðrir

falla til jarðar sem snjór.

Svo eyðast öll erfiðu sárin.

Hann yfir þig breiðir sinn væng,

með þíðu svo þerrar hann tárin

í þögn undir dúnmjúkri sæng.

(Kristján Hreinsson)

Þinn dóttursonur,

Hafliði Þór Þorsteinsson