Veð Íslandsbanki eignaðist 30% hlut í Skeljungi þegar hann gekk að veðum.
Veð Íslandsbanki eignaðist 30% hlut í Skeljungi þegar hann gekk að veðum.
Skömmu eftir að Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, útnefndi sölu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar á Skeljungi viðskipti síðasta árs, komu fram upplýsingar sem setja söluferlið í annað samhengi.

Skömmu eftir að Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, útnefndi sölu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar á Skeljungi viðskipti síðasta árs, komu fram upplýsingar sem setja söluferlið í annað samhengi. En skömmu fyrir útnefninguna hafði komið fram í fjölmiðlum að fyrirtækið hefði verið selt fyrir væna fjárhæð.

Nú hefur komið í ljós að Íslandsbanki eignaðist 30% hlut í Skeljungi þegar hann gekk að veðum eignarhaldsfélags í eigu hjónanna sem hélt utan um hlut þeirra í Skeljungi og fær fær ríflega milljarð króna í sinn hlut við sölu á öllu hlutafé Skeljungs og færeyska olíufélagsins P/F Magn til félags í eigu sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka.

Þetta sýnir að staða hjónanna var að einhverju leyti aðþrengd, og varpar nýju ljósi á söluna, enda afhenda hluthafar ekki 30% í Skeljungi nema nauðsyn krefji.