Felldu Atkvæði talin um kjarasamninga Flóafélaganna sem sömdu fyrir um 20.000 félagsmenn en aðeins 15,3% kusu. Já sögðu 46,6%, nei sögðu 53,1%.
Felldu Atkvæði talin um kjarasamninga Flóafélaganna sem sömdu fyrir um 20.000 félagsmenn en aðeins 15,3% kusu. Já sögðu 46,6%, nei sögðu 53,1%. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ómar Friðriksson Kjartan Kjartansson „Er ekki rétt að næstu skref verði bara að ríkið klári sína samninga við sína starfsmenn?

Ómar Friðriksson

Kjartan Kjartansson

„Er ekki rétt að næstu skref verði bara að ríkið klári sína samninga við sína starfsmenn? Þeir samningar renna út í lok næstu viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir að fjöldi aðildarfélaga ASÍ felldi nýgerða kjarasamninga. Gylfi segir ASÍ-félögin nú þurfa tóm til að fara yfir stöðuna hjá sér.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir að svigrúmið til launabreytinga hafi ekkert aukist við þessa niðurstöðu kosninganna. „Við töldum samninginn í efri mörkum þess sem ásættanlegt væri og það mat okkar er óbreytt,“ segir hann.

Mikil óvissa er komin upp í kjaramálum eftir að meirihluti aðildarfélaga ASÍ hafnaði kjarasamningunum, þ. á m. Flóafélögin og 11 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins. VR sem hefur á að skipa rúmlega 24.600 félagsmönnum samþykkti þá hins vegar og það gerðu fjölmörg önnur félög. Voru samningarnir samþykktir í félögum með rétt rúmlega helmingi allra launaþega innan ASÍ sem atkvæðisrétt áttu. Kosningaþátttaka var dræm.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, kennir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar um að félagsmenn hans hafi fellt samningana. Hún hafi ekki lagt sitt af mörkum til að ná stöðugleika og temja verðbólgu.