23. janúar 1987 Ísland sigrar Pólland í mögnuðum leik, 29:28, á Eystrasaltsmótinu í handbolta í Wismar í Austur-Þýskalandi þar sem stórskyttur beggja liða fara á kostum.

23. janúar 1987

Ísland sigrar Pólland í mögnuðum leik, 29:28, á Eystrasaltsmótinu í handbolta í Wismar í Austur-Þýskalandi þar sem stórskyttur beggja liða fara á kostum. Sigurður Gunnarsson skorar sigurmark Íslands í lokin en hann og Þorgils Óttar Mathiesen skora 6 mörk, Alfreð Gíslason og Kristján Arason 5 hvor.

23. janúar 1992

Ísland vinnur óvæntan sigur á öflugu liði Litháen, 111:104, eftir framlengingu í vináttulandsleik karla í körfubolta í Laugardalshöll. Magnús Matthíasson og Teitur Örlygsson skora 24 stig hvor og Guðmundur Bragason 23. „Ég held að þetta sé með bestu sigrum Íslands í körfuknattleik,“ segir leikstjórnandinn Jón Kr. Gíslason við Morgunblaðið.

23. janúar 2010

Ísland sigrar Danmörku, 27:22, í þriðja leik sínum á EM karla í handbolta í Linz í Austurríki, og möguleikar liðsins opnast upp á gátt eftir tvö jafntefli í byrjun móts. Guðjón Valur Sigurðsson skorar 6 mörk og Aron Pálmarsson 5. Björgvin Páll Gústavsson ver 20 skot og segir við Morgunblaðið: „Það er stórkostlegt að standa fyrir aftan svona múr.“