Lykilorð Þeir sem eru með einföld lykilorð geta búist við innbrotum.
Lykilorð Þeir sem eru með einföld lykilorð geta búist við innbrotum. — Morgunblaðið/Rósa Braga
Í frétt Sky-fréttastofunnar kom fram að 123456 hefur tekið við af lykilorðinu password sem algengasta lykilorðið á internetinu. Gögnin voru unnin upp úr tölvugögnum sem hafa lekið af netsíðum víða um heim.

Í frétt Sky-fréttastofunnar kom fram að 123456 hefur tekið við af lykilorðinu password sem algengasta lykilorðið á internetinu. Gögnin voru unnin upp úr tölvugögnum sem hafa lekið af netsíðum víða um heim.

Ýmir Vigfússon lektor í tölvunarfræði við HR og meðstofnandi Syndis segir að rannsóknir sýni að fólk noti að jafnaði eins einföld lykilorð og það komist upp með. „Það sem er verst í þessu er að fólk notar þessi lykilorð aftur og aftur á ólíkum stöðum,“ segir Ýmir. Hann segir að þó fyrirtæki reyni að dulkóða lykilorð þá sé það svo að eftir því sem lykilorðið sé einfaldara reynist það auðveldara fyrir tölvuþrjóta að finna upprunalegt lykilorð.

„Glæpasamtök í heiminum reyna reglulega að komast inn á reikninga með því að notast við allra algengustu lykilorðin, á borð við 123456, svo að notendur slíkra reikninga geta búist við því að brotist sé inn í slíkar þjónustur,“ segir Ýmir. „Það er vont að vera með einfalt lykilorð en það er ekki aðalleiðin að persónulegum upplýsingum. Algengara er að sýktar síður eða sýkt viðhengi í tölvupósti séu notuð til þess að komast inn á tölvuna og fara þannig að persónulegum upplýsingum. Slíkar árásir eru bæði algengar og sjálfvirkar,“ segir Ýmir.