Víkingur Unnið að því að gera bátinn kláran til siglinga milli lands og Eyja.
Víkingur Unnið að því að gera bátinn kláran til siglinga milli lands og Eyja. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verið er að leggja lokahönd á samkomulag milli Vegagerðarinnar og Eimskips annars vegar og hins vegar Vegagerðarinnar og Viking Tours um siglingar á farþegabátnum Vikingi til Landeyjahafnar.

Verið er að leggja lokahönd á samkomulag milli Vegagerðarinnar og Eimskips annars vegar og hins vegar Vegagerðarinnar og Viking Tours um siglingar á farþegabátnum Vikingi til Landeyjahafnar.

Siglingarnar eru alfarið á ábyrgð Viking Tours en öll sala og upplýsingagjöf vegna þessa á hendi Eimskips, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Um er að ræða tilraunaverkefni innanríkisráðuneytisins og Vegagerðarinnar til u.þ.b. tveggja mánaða þar til Landeyjahöfn opnast fyrir Herjólf að nýju. Eigendur Vikings eru nú að gera skipið klárt í verkefnið m.a. með uppsetningu björgunarbáts og ætti þeirri vinnu að ljúka á allra næstu dögum. Skipið er bundið svipuðum takmörkunum og Herjólfur hvað ölduhæð varðar en ristir mun minna en Herjólfur og mun því geta siglt til Landeyjahafnar þegar dýpi hamlar siglingum Herjólfs þangað.

Áætlun Vikings verður samþætt við áætlun Strætó á Suðurlandi og er gert ráð fyrir því að farnar verði tvær ferðir á dag.