Þingeyrakirkja
Þingeyrakirkja
Grégory Cattaneo heldur erindi um benediktínaklaustrið á Þingeyrum og völd í héraði í dag, fimmtudag, í stofu 423 í Árnagarði í Háskóla Íslands. Cattaneo er doktorsnemi í sagnfræði við Sorbonne-háskóla og Háskóla Íslands.

Grégory Cattaneo heldur erindi um benediktínaklaustrið á Þingeyrum og völd í héraði í dag, fimmtudag, í stofu 423 í Árnagarði í Háskóla Íslands.

Cattaneo er doktorsnemi í sagnfræði við Sorbonne-háskóla og Háskóla Íslands. Doktorsverkefni hans fjallar um völd í íslensku samfélagi á miðöldum og rannsóknir hans lúta einkum að hernaðarsögu og lénsveldum.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig benediktínaklaustrið á Þingeyrum beitti áhrifum sínum í héraðinu frá stofnun þess á fyrri hluta 12. aldar fram til miðrar 13. aldar. Þingeyraklaustur er elsta og áhrifamesta benediktínaklaustrið á Íslandi á þessum tíma. Einnig gerir hann grein fyrir rannsóknum á tveimur íslenskum fornbréfum.