Alþjóðlegi Gagnaverndardagurinn „Data Privacy Day er haldinn 28. janúar ár hvert, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá KOM og verður hann haldinn hér á landi næstkomandi þriðjudag.

Alþjóðlegi Gagnaverndardagurinn „Data Privacy Day er haldinn 28. janúar ár hvert, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá KOM og verður hann haldinn hér á landi næstkomandi þriðjudag.

„Tilgangur dagsins er að auka og viðhalda vitund um mikilvægi gagnaverndar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Af því tilefni efnir Deloitte, í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu, til morgunverðarfundar um gagnaöryggi næstkomandi þriðjudag kl. 8.30-10.45 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinn hefur verið boðið einum af færustu sérfræðingum heims í gagnaöryggi, Rafael San Miguel, sem kemur frá Deloitte á Spáni,“ segir orðrétt í fréttatilkynningunni frá KOM.