Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Tyrklandi í gær en það er hluti af þýskri atvinnumótaröð. Hann lék annan hringinn í gær á 74 höggum eða fimm höggum yfir pari vallarins.

Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Tyrklandi í gær en það er hluti af þýskri atvinnumótaröð.

Hann lék annan hringinn í gær á 74 höggum eða fimm höggum yfir pari vallarins.

Þórður Rafn lék hringinn í gær á 72 höggum og var samtals á átta höggum yfir pari eftir tvo hringi.

Hann var fjórum höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en lokahringurinn verður spilaður á morgun.

GR-ingurinn fékk tvo fugla í dag, á 16. og 2. holu, en hann hóf leik á 10. braut. Hann fékk fimm skolla og einn skramba. Fjögur högg vantaði upp á að hann myndi spila lokahringinn.

sport@mbl.is