Erla Bolladóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Mími - símenntun. Þar mun húnsinna verkefnum sem lúta að fjölmenningu íslensks samfélags.

Erla Bolladóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Mími - símenntun. Þar mun húnsinna verkefnum sem lúta að fjölmenningu íslensks samfélags. Má þar nefna þróun námsefnis og aðferða í kennslu íslensku sem annars tungumáls, samstarfsverkefni Evrópuþjóða um fjölmenningu og fullorðinsfræðslu. Áður starfaði Erla hjá Alþjóðasetri og áður Alþjóðahúsi við sambærileg verkefni.

Erla hefur lengi búið erlendis. Ólst upp í Bandaríkjunum og hefur búið í Suður-Afríku. Hún hefur BA-menntun í heimspeki, diplóma-próf til kennsluréttinda og nálgast meistaragráðu í fjölmenningu við Háskóla Íslands.