[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Setningarhátíð XXII. Vetrarólympíuleikanna, þann 7. febrúar sl., fór fram á Ólympíusvæðinu í Adler, sem er við sjálft Svartahafið og hluti af strandlengju Sotsjí.

Setningarhátíð XXII. Vetrarólympíuleikanna, þann 7. febrúar sl., fór fram á Ólympíusvæðinu í Adler, sem er við sjálft Svartahafið og hluti af strandlengju Sotsjí. Við, frá Íslandi, búum hins vegar í tveimur fjallaþorpum sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá Svartahafinu og þeim Ólympíumannvirkjum þar sem keppt er í ísgreinum. Næsti bær er Krasnaya Polyana og ólympíuhringirnir áberandi um allt, í öllum stærðum.

Andstæður koma upp í hugann, þegar ég horfi út um gluggann á snæviþakin fjöllin, sem ná vel yfir 2.000 metra hæð. Síðar um daginn er ég við Svartahafið í um 15 gráða hita. Grænn gróðurinn og strandlengjan gefa ekki til kynna að um vetrarleika sé að ræða og hvað þá í Rússlandi. Það gera hins vegar Lenín og Lada, sem óneitanlega minna á gamla tíma.

Bestu kveðjur frá Sotsjí, Andri.