Frá vinstri: Sandra Björk Stefánsdóttir, Birna Harðardóttir, Guðfinna Erla Jörundsdóttir, Auður Inga Stefánsdóttir, Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Herdís Helgadóttir standa fyrir góðu málefni.
Frá vinstri: Sandra Björk Stefánsdóttir, Birna Harðardóttir, Guðfinna Erla Jörundsdóttir, Auður Inga Stefánsdóttir, Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Herdís Helgadóttir standa fyrir góðu málefni. — Morgunblaðið/Ómar
Átakið og söfnunin Öll í einn hring fyrir Barnaspítala Hringsins hefur staðið yfir frá 1. febrúar og í dag fer fram 1.000 króna markaður á KEX hosteli á vegum átaksins en markaðurinn er einn af fjölmörgum viðburðum þess.

Átakið og söfnunin Öll í einn hring fyrir Barnaspítala Hringsins hefur staðið yfir frá 1. febrúar og í dag fer fram 1.000 króna markaður á KEX hosteli á vegum átaksins en markaðurinn er einn af fjölmörgum viðburðum þess. Átakið er sprottið upp úr áfanga sem kenndur er í háskólanum og nefnist Samvinna og árangur en Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við Háskóla Íslands, kennir hann.

„Hugmyndin kom frá Elmari en málefnið er þarft og eins og landsmenn vita þá er Barnaspítali Hringsins ákaflega mikilvæg og verðmæt stofnun,“ segir Birna Harðardóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í stjórnun og stefnumótun. „Fólk hefur tekið einstaklega vel í þetta og vilja flestir leggja sitt af mörkum til að leggja málefninu lið. Söfnunin hefur gengið vonum framar og vil ég þá nota tækifærið og þakka öllum fyrir sem hafa tekið þátt í átakinu.“

Ýmis fyrirtæki hafa gefið fjölbreyttan varning sem verður til sölu á markaðnum í dag og má þar meðal annars nefna gjafabréf á veitingastaði, kort í líkamsrækt, fatnað, snyrtivörur, bækur og fleira. „Vörurnar eru hver annarri glæsilegri og er þetta viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Styrkjum gott málefni,“ segir Birna að lokum.