Ég man þig er mjög sennilega besta bók Yrsu Sigurðardóttur, yfirnáttúrulegur spennutryllir sem hefur fengið frábæra dóma.

Ég man þig er mjög sennilega besta bók Yrsu Sigurðardóttur, yfirnáttúrulegur spennutryllir sem hefur fengið frábæra dóma. Independent sagði til dæmis að í þessari bók sýndi Yrsa að hún væri jafnoki Stephens King þegar kæmi að því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.

Nú kemur bókin út í þriðju útgáfu hér á landi. Þeir sem vilja góða blöndu af spennu og hryllingi og hafa ekki lesið bókina fá hér harla gott lesefni. Bókin fjallar um ung fólk sem gerir upp hús í eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Af stað fer óhugnanleg atburðarás.