Nýlega sameinuðust þýðingastofan Skjal og Vefþjónustan. Úr varð fyrirtækið Skjal þjónusta ehf . Saga þessara fyrirtækja nær fjórtán ár aftur í tímann og eru verkefnin þýðingar, veflausnir, prófarkalestur, textaskrif og hugbúnaðarlausnir.

Nýlega sameinuðust þýðingastofan Skjal og Vefþjónustan. Úr varð fyrirtækið Skjal þjónusta ehf . Saga þessara fyrirtækja nær fjórtán ár aftur í tímann og eru verkefnin þýðingar, veflausnir, prófarkalestur, textaskrif og hugbúnaðarlausnir.

Við sameininguna opnast ný tækifæri, segir í fréttatilkynningu, þar sem Skjal þjónusta ehf. er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður í senn upp á sérþekkingu í vinnslu texta og vefsvæða. Fyrirtækið samanstendur af tveimur deildum, sem hvor um sig er sérhæfð á sínu sviði. Vefþjónusta er sögð mjög dýrmæt fyrir þýðingahlutann þegar texti er unninn með leitavélabestun í huga.