Vidar Sundstøl mætir á Iceland Noir.
Vidar Sundstøl mætir á Iceland Noir. — Morgunblaðið/Kristinn
Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Icela nd Noir sem haldin var í Reykjavík á síðasta ári tókst svo vel að nú stendur til að endurtaka leikinn og verður hátíðin haldin í nóvember.
Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Icela nd Noir sem haldin var í Reykjavík á síðasta ári tókst svo vel að nú stendur til að endurtaka leikinn og verður hátíðin haldin í nóvember. Í fyrra mættu fjölmargir þekktir glæpasagnahöfundar til leiks og svo verður einnig í ár. Þegar hefur verið tilkynnt að hinn heimsfrægi breski glæpasagnahöfundurinn Peter James muni mæta, en bækur hans hafa selst í fjórtán milljónum eintaka víða um heim. Norski rithöfundurinn Vidar Sundstøl verður einnig gestur á Iceland Noir, en hann er þekktastur fyrir hinn ágæta Minnesota þríleik , sem út hefur komið á íslensku hjá Uppheimum ( Land draumanna , Hinir dauðu og Hrafnarnir ). Þríleikurinn gerist á slóðum norskra vesturfara í Minnesota og fyrir fyrstu bókina í syrpunni hlaut Vidar norsku Riverton verðlaunin árið 2008, fyrir bestu norsku glæpasöguna, og í kjölfarið tilnefningu til Glerlykilsins . Í fyrra sendi Vidar frá sér nýja spennusögu í Noregi, bókina Besettelsen .