Öryggi Frá vinsti talið; Auður Björk Guðmundsdóttir frá VÍS, Guðrún Sighvatsdóttir og Erla Jónsdóttir frá FISK og VÍS-fólkið Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri og Gísli Níls Einarsson, sem hefur umsjón með forvarnamálunum þar á bæ.
Öryggi Frá vinsti talið; Auður Björk Guðmundsdóttir frá VÍS, Guðrún Sighvatsdóttir og Erla Jónsdóttir frá FISK og VÍS-fólkið Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri og Gísli Níls Einarsson, sem hefur umsjón með forvarnamálunum þar á bæ. — Ljósm/Eva Björk Ægisdóttir
Stjórnendur FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki eru handhafar forvarnarverðlauna VÍS 2014 sem tryggingafélagið afhenti á dögunum. Jafnframt fengu Gæðabakstur/Ömmubakstur ehf. og Klettur – sala og þjónusta ehf .

Stjórnendur FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki eru handhafar forvarnarverðlauna VÍS 2014 sem tryggingafélagið afhenti á dögunum.

Jafnframt fengu Gæðabakstur/Ömmubakstur ehf. og Klettur – sala og þjónusta ehf . viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum.

Í tilkynningu segir að haustið 2009 hafi yfirstjórn FISK Seafood ehf. sett sér að bæta öryggi sjómanna á skipum sínum og voru farnar ýmsar leiðir til þess. Áætta í störfum var metin og öll óhöpp og slys skráð. Með þessu urðu öryggismál hluti af starfsemi fyrirtækisins til sjós og lands, en störf í sjávarútvegi eru almennt talin ágættusöm.

FISK Seafood er með 260 starfsmenn, þar af 138 sjómenn. „Fyrirtækið er fyrirmyndardæmi um hve miklum árangri hægt er að ná í að efla forvarnir og öryggismál fyrirtækja þegar yfirstjórn sýnir þeim málaflokki sýnilegan stuðning,“ segir í frétt frá VÍS.

Öryggisbúnaður og merktar leiðir

Hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri er unnið samkvæmt gæðastöðlum. Gerðar eru vikulegar úttektir á umgengni og hreinlæti og vélar og tæki skoðuð mánaðarlega með tilliti til öryggis og viðhalds. Áhætta af notkun þeirra er metin reglulega og reynt að fara sparlega með orku við notkun þeirra. Hjá Kletti – sölu og þjónustu ehf., sem er með Íslandsumboð Carerpillar og Scania og var áður véladeild Heklu, er mikið lagt upp úr því að starfsmenn noti öryggisbúnað og gangi á merktum leiðum á verkstæði fyrirtækisins. Þá eru gerðar reglulegar úttektir á vinnusvæðum með tilliti til umgengni, mengunarvarna og fleiri þátta.

sbs@mbl.is