Ásgeir Trausti heillaði Japana þegar hann hélt tónleika í japanska sendiráðinu á föstudag.
Ásgeir Trausti heillaði Japana þegar hann hélt tónleika í japanska sendiráðinu á föstudag. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Japanska útvarpsstöðin J-wave hélt tónleika með tónlistarmanninum Ásgeir Trausta í japanska sendiráðinu á föstudag. Ásgeir er í fyrsta sæti japansks vinsældalista. Um 1.500 sóttu um miða á viðburðinn í sendiráðinu en einungis 40 manns komust að.

Japanska útvarpsstöðin J-wave hélt tónleika með tónlistarmanninum Ásgeir Trausta í japanska sendiráðinu á föstudag. Ásgeir er í fyrsta sæti japansks vinsældalista. Um 1.500 sóttu um miða á viðburðinn í sendiráðinu en einungis 40 manns komust að. Hannes Heimisson sendiherra í Japan sagði tónleikana hafa verið flotta og augljóst að Ásgeir hafi snert einhverja strengi í Japan með skemmtilegri framkomu og flottum tónleikum. „Við vorum í sambandi við umboðsmann hans og útgáfufyrirtæki hér, við ákváðum að bjóða þeim rými hér til þess að halda kynningartónleika fyrir nýju plötuna hans. Allt var tekið upp og verður sent út á mánudag í þeirra dagskrá.“

Hannes segir Ásgeir Trausta vaxandi stjörnu í Japan, og miðað við stöðu hans núna þá lofar hann góðu. „Japanski markaðurinn er mjög kröfuharður, þetta er 127 milljón manna þjóðfélag sem fylgist grannt með því sem er að gerast í tónlistinni um heim allan. Japanir upp til hópa eru vandlátir, kröfuharðir og um leið tryggir.“ Ásgeir Trausti mun spila á 5.000 manna tónleikum í Japan á sunnudag og heldur síðan áfram í tónleikaferðalagi sínu.