Sæmd Frá vinsti talið; Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands, heiðursfélagarnir Tryggvi Sigurbjarnarson, Karl Ómar Jónsson, þá Sigurjón Arason, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Kristinn Andersen sem er formaður VFÍ.
Sæmd Frá vinsti talið; Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands, heiðursfélagarnir Tryggvi Sigurbjarnarson, Karl Ómar Jónsson, þá Sigurjón Arason, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Kristinn Andersen sem er formaður VFÍ.
Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands á dögunum voru fimm verkfræðingar heiðraðir. Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson voru útnefndir heiðursfélagar sem er æðsta viðurkenning félagsins.

Á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands á dögunum voru fimm verkfræðingar heiðraðir. Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson voru útnefndir heiðursfélagar sem er æðsta viðurkenning félagsins. Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Sigurjón Arason voru sæmd heiðursmerki félagsins.

Merkisnefnd VF útnefnir þá sem eru sæmdir heiðurstitlum félagsins. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Alls hafa 25 einstaklingar hlotið þetta sæmdarheiti í 102 ára sögu félagsins.

Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar. Rúmlega 100 manns hafa hlotið þessa viðurkenningu. sbs@mbl.is