Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir og tónlist hennar eru viðfangsefni tónleikanna.
Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir og tónlist hennar eru viðfangsefni tónleikanna. — Morgunblaðið/Eggert
Eivør Pálsdóttir kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Hofi á laugardagskvöld klukkan 20. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Eivør Pálsdóttir kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Hofi á laugardagskvöld klukkan 20. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Á tónleikunum verða flutt eldri sem nýrri lög Eivarar, lög sem endurspegla líf hennar, æskuna, ástina og sorgina. Lögin eru einlæg og þótt skynja megi söknuð í þeim eru þau einnig full af von og sátt. Tróndur Bogason, eiginmaður Eivarar, útsetti lögin fyrir þetta tilefni en hann á farsælan feril að baki sem tónskáld og leikur einnig á hljómborð í hljómsveit hennar.

Eivör var búsett á Íslandi í fjögur ár og segir að mörg laga sinna séu undir sterkum áhrifum frá þeim tíma.