Lummurnar mínar eru sjaldnast gerðar eftir sömu uppskrift en hægt er að nota það sem finnst í skápunum hverju sinni. Kókos í stað haframjöls eða möndlur eða annað. Gaman að hafa fjölbreytni.

Lummurnar mínar eru sjaldnast gerðar eftir sömu uppskrift en hægt er að nota það sem finnst í skápunum hverju sinni. Kókos í stað haframjöls eða möndlur eða annað. Gaman að hafa fjölbreytni.

Í þetta sinn var uppskriftin svona:

Bananalummur

1 þroskaður banani

2 egg

½ bolli haframjöl

½ tsk. kanill

Aðferð: Öllu blandað vel saman og síðan hellt á pönnu. Uppskriftin gefur 5-6 pönnukökur. Smjör, ostsneið og avókadó gerir besta bragðið.

Boost

Súrmjólk frá Örnu

1 banani

1 bolli frosin jarðarber

1 bolli frosin bláber

1 msk. chia-fræ

Aðferð: Allt sett í blandara og hellt í falleg glös á fæti. Uppskriftin gefur um 2-3 glös.