[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um þessar mundir eru margir byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sumarsins. Valkostirnir eru óteljandi, hver öðrum meira spennandi, en gæta þarf vandlega að peningahliðinni og láta ekki fríið rústa fjárhagnum.

Um þessar mundir eru margir byrjaðir að skipuleggja utanlandsferðir sumarsins. Valkostirnir eru óteljandi, hver öðrum meira spennandi, en gæta þarf vandlega að peningahliðinni og láta ekki fríið rústa fjárhagnum.

Aurapúkinn hefur gaman af að heimsækja framandi slóðir og hefur komist að því að ferð hringinn í kringum hnöttinn þarf ekki að vera dýrari en skreppitúr til evrópskrar stórborgar.

Það er rétt að flugið er yfirleitt dýrt en á móti kemur oft ódýrt uppihald. Fyrir verð einar nætur á hóteli í London mætti sennilega fá heila viku á hóteli í Hanoi. Fyrir það sem hófsamur kvöldverður kostar á veitingastað í Kaupmannahöfn mætti halda mikla veislu í Buenos Aires.

Þannig geta ferðalög langt út í heim orðið bæði lengri og íburðarmeiri en jafndýrar ferðir til Bandaríkjanna eða Evrópu.