Gestabókin er nýtt útvarpsleikrit eftir Braga Ólafsson ljóðskáld og rithöfund.
Gestabókin er nýtt útvarpsleikrit eftir Braga Ólafsson ljóðskáld og rithöfund. — Morgunblaðið/Kristinn
Útvarpsleikhúsið frumflytur á sunnudag klukkan 13 nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson, Gestabókina.

Útvarpsleikhúsið frumflytur á sunnudag klukkan 13 nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson, Gestabókina. Stefán Jónsson er leikstjóri en leikarar þau Eggert Þorleifsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Guðlaug María Bjarnadóttir.

Leikritið, sem var unnið í samvinnu við Listahátíð Í Reykjavík, var tekið upp í sumarbústað og fólksbílum. Það fjallar um enskukennarann Gest sem hefur í tæpa viku dvalið einn í sumarbústað. Dvölin hefur ekki verið frásagnar verð, en hann skrifar í gestabókina fyrir næstu gesti sem eru að renna í hlað.