Dalvík Siglingar um Eyjafjörð eru vinsælar, hvort sem haldið er á hvalaslóðir eða eitthvað út í buskann norður í höf og yfir heimsskautsbauginn sem er í aðeins um tveggja stunda fjarlægð.
Dalvík Siglingar um Eyjafjörð eru vinsælar, hvort sem haldið er á hvalaslóðir eða eitthvað út í buskann norður í höf og yfir heimsskautsbauginn sem er í aðeins um tveggja stunda fjarlægð.
Fyrirtækið Special Tours, sem hefur bækistöð við gömlu höfnina í Reykjavík og sérhæfir sig í sjóferðum fyrir ferðamenn, hefur nú fært út kvíarnar norður yfir heiðar, með kaupum á helmingshlut í Arctic Sea Tours á Dalvík.

Fyrirtækið Special Tours, sem hefur bækistöð við gömlu höfnina í Reykjavík og sérhæfir sig í sjóferðum fyrir ferðamenn, hefur nú fært út kvíarnar norður yfir heiðar, með kaupum á helmingshlut í Arctic Sea Tours á Dalvík. Special Tours bjóða farþegum upp á sjóferðir í ýmsum útgáfum og má þar nefna hvalaog lundakoðun og fleira.

Fleiri ævintýraferðir

Freyr Antonsson stofnaði Arctic Seatours á Dalvík árið 2009. Freyr mun áfram sjá um rekstur Arctic Sea Tours og starfa þar sem framkvæmdastjóri.

„Við viljum bjóða fleiri ævintýraferðir á sjó í Eyjafirði og það var okkar markmið að fá einhvern í lið með okkur til að framkvæma það. Viðræður við Special Tours tóku stuttan tíma og það var strax samhljómur í því sem við ætluðum að gera. Við erum því mjög ánægð að tengjast eigendum og starfsfólki Special Tours og spennt fyrir framtíðaruppbyggingu í Eyjafirði,“ segir Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Arctic Sea Tours. Samstarfið við Special Tours segir hann bjóða ýmsa möguleika.

Grímsey á teikniborðinu

„Special Tours hefur verið í fararbroddi við að koma með nýjar afþreyingarferðir á sjó og mun sú þróun verða enn hraðari með tilkomu Arctic Sea Tours inn í hópinn. Við erum þegar með nokkrar ferðir á teikniborðinu á Eyjafirði, allt frá Akureyri og út undir Grímsey,“ segir Hjörtur Hinriksson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Special Tours. sbs@mbl.is