Menning Sverrir Magnússon í Skógum og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður hjá Mílu.
Menning Sverrir Magnússon í Skógum og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður hjá Mílu.
Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Mílu, og Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Samgöngusafnsins í Skógum, hafa undirritað samning um styrk frá fyrirtækinu til safnsins.

Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Mílu, og Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Samgöngusafnsins í Skógum, hafa undirritað samning um styrk frá fyrirtækinu til safnsins. Styrkurinn er veittur til uppsetningar og viðhalds yfirlitssýningar á minjum sem spanna 100 ára sögu fjarskipta á Íslandi. Á safninu verða sögu fjarskipta gerð góð skil og þeim hluta sögunnar sem tilheyrir forsögu Mílu, segir í frétt frá fyrirtækinu.

Samgöngusafnið í Skógum hefur tekið að sér að halda utan um sögu samgangna á Íslandi, þar á meðal fjarskipta. „Í gegnum árin hefur safninu áskotnast mikið magn af gömlum búnaði og tækjum sem tilheyrðu gamla Landssímanum, fyrirrennara Mílu, sem segir sögu fjarskipta á Íslandi,“ segir Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri í Skógum. Samgöngusafnið tók nýverið við Síma- og fjarskiptasafni Þjóðminjasafns Íslands en það var áður í eigu Landssímans.