[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
María Rut Kristinsdóttir , formaður Stúdentaráðs, veltir fyrir sér hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur að loknu starfi. „Er að upplifa þvílíka tilvistarkreppu akkúrat núna og er því tilneydd til að deila henni með ykkur.
María Rut Kristinsdóttir , formaður Stúdentaráðs, veltir fyrir sér hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur að loknu starfi. „Er að upplifa þvílíka tilvistarkreppu akkúrat núna og er því tilneydd til að deila henni með ykkur. Ég er nefnilega hægt og rólega að átta mig á því að ég hætti að vera formaður Stúdentaráðs 1. júní næstkomandi og þarf að finna mér vinnu fyrir sumarið! Viljiði plís hjálpa mér aðeins: HVAR Á ÉG EIGINLEGA AÐ VINNA?!

Kveðja, ein ringluð.“

Skíðasvæðin hafa verið opin af og til að undanförnu og væntanlega einhverjir gripið tækifærið og skellt sér. Ekki er vitað hvort Bragi Valdimar Skúlason er skíðamaður en hann veltir fyrir sér græjunum sem þarf að nota á skíðum: „Hérna, skíðagleraugu...eru þau alveg, þið vitið, eðlile...eða?“ Félagi hans, Jóhannes Tryggvason, svarar um hæl: „Ekki í rúminu, Bragi. Ekki í rúminu.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir , iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á klókan og sniðugan son. „Helgi Matthías gerði samning við pabba sinn...fékk 3 flatkökur (uppáhaldið hans) þegar hann kom úr leikskólanum gegn því að lofa að borða allan kvöldmatinn sinn. Ægilega fína fiskisúpu sem húsbóndinn eldaði. Svo kom að skuldadögum – súpan góða komin á borð. Tárvotur með ekkasog þegar hann sá að hann hafði greinilega samið af sér reyndi hann að snúa sig út úr vondri stöðu: „Mamma...ef það hefði ekki verið súpa í kvöldmatinn heldur kjötbollur...þá hefði ég klárað kvöldmatinn. Þetta er svindl!“