Húsmæðraskólinn Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari.
Húsmæðraskólinn Húsið teiknaði Guðjón Samúelsson húsameistari.
Húsið að Þórunnarstræti 99 á Akureyri, sem hýsti upphaflega Húsmæðraskóla Akureyrar, öðlast nýtt hlutverk 1. mars n.k. þegar þangað flyst öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bænum.

Húsið að Þórunnarstræti 99 á Akureyri, sem hýsti upphaflega Húsmæðraskóla Akureyrar, öðlast nýtt hlutverk 1. mars n.k. þegar þangað flyst öll skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk í bænum. Þessi starfsemi hafði áður verið starfrækt á þremur stöðum á Akureyri, þ.e.a.s. í Skólastíg 5, Árholti við Glerárskóla og Birkilundi 10.

„Um mikla breytingu til batnaðar er að ræða í þjónustu við fatlað fólk á Akureyri því það telst ótvíræður kostur að hafa alla starfsemina á einum stað og úr Þórunnarstræti er einnig stutt í margskonar afþreyingu sem fólkið nýtir sér,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Árið 2012 keypti Akureyrarbær 75% eignarhlut ríkisins í húsinu og eignaðist það allt. Húsið er eitt af kennileitum Akureyrar sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði. Önnur merk hús á Akureyri eftir Guðjón eru Akureyrarkirkja og Barnaskóli Akureyrar (Rósenborg). Guðjón lauk hönnun Húsmæðraskólans árið 1943. Byggingameistari hússins var Stefán Reykjalín en smíðin hófst 1944 og var húsið vígt 13. október 1945.