Soffía Valgerður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, 9. febrúar 2014. Útför Soffíu fór fram 20. febrúar 2014.

Með hlýhug og virðingu kveðjum við fóstursystur og mágkonu okkar, Soffíu Valgerði Einarsdóttur, og sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur.

Þá horfði guð á garðinn sinn,

hann greindi auðan reit

og sá þitt andlit ofurþreytt

er yfir jörð hann leit.

Þig örmum vafði hann undurblítt

og upp þér lyfti nær,

í garði Drottins dýrðlegt er

Því djásnin bestu hann fær.

Hann vissi hve þín þraut var þung,

hve þjáningin var hörð,

þú gengir aldrei aftur heil

með okkur hér á jörð.

Hann sá að erfið yrði leið

og engin von um grið.

Með líknarorðum lukti brá

og ljúfan gaf þér frið.

Þótt sárt í huga sakni þín

og syrgi vinur hver

við heim til Guðs er heldur þú

Í hjarta fylgjum þér.

(Höf. ók.)

Arnar og Guðrún.